Innskráning

Nýskrá Gleymt lykilorð


Sultartangaskurður / Hjálparvegur - Endurbætur, vegir og brú

Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í verkið Sultartangaskurður / Hjálparvegur -  Endurbætur, vegir og brú, samkvæmt útboðsgögnum nr. 20298.

Helstu verkliðir eru:
• Bygging nýrrar brúar yfir  Sultartangaskurð ásamt vegtengingum. 
• Fjarlæging á núverandi brú yfir Sultartangaskurð og tilheyrandi vegtengingum.
• Endurbætur á skurðbökkum Sultartangaskurðar.
• Byggingu á nýjum  heilsársvegi að Hjálparfossi, Hjálparvegur og frágangur á  núverandi    bílastæðaplani við Hjálparfoss.

Helstu magntölur eru:

Steypustyrktarjárn 63 t
Mótafletir 1.000 m2
Steinsteypa 700 m3
Stálvirki (brúarbitar) 38,5 t
Gröftur á skurðbökkum 94.000 m3
Bergboltar og -festur 120 stk
Vegskeringar 28.700 m3
Vegfyllingar og fláafleygar 32.700 m3
Styrktar- og burðarlag 13.000 m3
Tvöföld klæðing 16.400 m2

Verkinu skal að fullu lokið 16. desember 2019.  

Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan
12:00 þriðjudaginn 26. mars 2019.
Tilboð verða  opnuð  sama dag  kl. 14:00 og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Útboðsgögn

Þú verður að skrá þig inn til að geta séð útboðslýsingarÞetta vefsvæði byggir á Eplica